16. sep 2025
OrkuveitanViðburðurinn var settur með öflugu ávarpi frá Hönnu Katrínu Friðriksson, iðnaðarráðherra, sem lagði áherslu á hlutverk Íslands í orkuskiptum heimsins.
Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar, hóf okkar dagskrá með því að fara í stuttu máli yfir sögu jarðhitans á Íslandi – frá frumkvöðlastarfi og fyrstu virkjunum til ofurdjúpra borana og útflutnings á íslenskri þekkingu og lausnum. Hann lagði áherslu á að við stöndum mitt í samkeppni þjóða um grænar lausnir og fjárfestingar:
„Það er mikilvægt að breiða út þá þekkingu og lausnir sem við erum að vinna að – því þær geta ekki aðeins hjálpað Íslandi heldur líka heiminum öllum. Í samkeppni þjóða skiptir máli að við Íslendingar nýtum forskot okkar, grípum tækifærin og eigum opið samtal við áhugasama aðila eins og þá sem við hittum hér í Osaka. Djúpborunarverkefnið, Carbfix-tæknin og Jarðhitagarðurinn hjá ON eru allt dæmi um nýsköpun sem við erum stolt af að leiða.“
Í framhaldinu tóku fulltrúar okkar til máls:
Viðtökur voru vonum framar og japanskir aðilar úr orkuiðnaði og opinberum geira sýndu mikinn áhuga á því hvernig íslenskar lausnir geti aðlagast japönskum aðstæðum. Næstu daga eigum við fundi með fjölmörgum áhugasömum aðilum til að ræða samstarf og næstu skref.
Sjá nánar um viðburð okkar: From Iceland to the World