Orkuveitan og Orka náttúrunnar (ON) vinna nú að borun nýrra vinnslu- og rannsóknarhola í Hverahlíð II og Meitlum, innan sveitarfélagsins Ölfuss.
Markmið framkvæmdanna er annars vegar að stækka vinnslusvæðið í Hverahlíð til að viðhalda vinnslugetu Hellisheiðarvirkjunar en hins vegar að rannsaka hversu langt suður eftir Norðurhálsum og í Meitlum nýtanlegan jarðhita er að finna til að mæta aukinni eftirspurn eftir heitu vatni og rafmagni.
Jarðhiti er undirstaða orkuframleiðslu á Hellisheiði. Líftími jarðhitaauðlinda takmarkast af því að minna af jarðhitavökva berst inn í kerfið en tekið er upp til nýtingar. Því þarf að stækka vinnslusvæðið í Hverahlíð og bæta við nýjum vinnsluholum til að viðhalda vinnslugetu Hellisheiðarvirkjunar og tryggja áfram örugga orkuöflun fyrir heimili og fyrirtæki í landinu.
Markmið rannsóknarborana er að kanna hvort nýtanlegan jarðhita sé að finna til að mæta aukinni eftirspurn eftir heitu vatni og rafmagni.
Þær fara fram á svæðum þar sem yfirborðsrannsóknum er lokið og innan fyrirliggjandi nýtingarleyfis Orkuveitunnar.
Markmið framkvæmdanna er að kanna hvort nýtanlegan jarðhita er að finna á svæðum þar sem yfirborðsrannsóknum er lokið, innan fyrirliggjandi nýtingarleyfis Orkuveitunnar. Með rannsóknarborunum fæst heildræn mynd af stærð og eðli auðlindarinnar og vísbendingar um hvort hún henti til orkunýtingar.
Orkuveitan er orku- og veitufyrirtæki í almannaeigu sem hefur um áratugaskeið verið burðarás í orkuöflun fyrir samfélagið. Hlutverk félagsins er að vera aflvaki sjálfbærrar framtíðar en í því felst að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er treyst fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi.
Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitunnar og framleiðir rafmagn og heitt vatn í jarðvarmavirkjunum sínum á Hellisheiði og Nesjavöllum. Orka náttúrunnar gætir hagsmuna auðlinda landsins og viðskiptavina með sjálfbærni að leiðarljósi.
Orkan sem við framleiðum er ekki aðeins fyrir okkur í dag, heldur einnig fyrir komandi kynslóðir. Með því að leggja áherslu á sjálfbærni og nýtingu endurnýjanlegrar orku erum við að byggja upp græna framtíð til að komandi kynslóðir geti búið við sömu lífsskilyrði og við í dag.
Umhverfismatsskýrsla og deiliskipulagsbreyting voru kynnt sumarið 2025. Hægt er að kynna sér verkefnið í Skipulagsgáttinni.
Framkvæmdaleyfi vegna borana á rannsóknarholum HR-01 og HR-02 má finna hér (HR-01) og hér (HR-02).
Já, helstu mannvirki tengd rannsóknarborunum eru aðkomuvegir, borplön og borholurnar sjálfar. Gert er ráð fyrir litlu borholuskýli til að verja búnaðinn. Þá er gert ráð fyrir að sett verði upp tímabundin borvatns- og rafmagnsveita meðan á borun stendur. Þær verða fjarlægðar að borunum loknum.
Já, það verður hægt. Orkuveitan og Orka náttúrunnar leggja mikla áherslu á að hlúa að útivistarmöguleikum á Hengilssvæðinu og búa í haginn fyrir almenning. Orkuveitan rekur um 130 km af merktum gönguleiðum á svæðinu. Gera má ráð fyrir tímabundnu ónæði á framkvæmdatíma, en lögð verður rík áhersla á að tryggja gott aðgengi um svæðið, bæði meðan á framkvæmdum stendur og að þeim loknum.
Til að draga úr neikvæðum áhrifum á útivist og ferðaþjónustu verða mótvægisaðgerðir innleiddar og skýr mörk dregin milli framkvæmda- og óraskaðra svæða. Sérstaklega verður forðast að leggja gufulagnir yfir þekktar gönguleiðir. Ef slíkt reynist óhjákvæmilegt verður áframhaldandi aðgengi tryggt með því að koma fyrir öruggum þverunum – annaðhvort yfir eða undir leiðslurnar. Gert er ráð fyrir að koma fyrir bílastæðum og skiltum til að bæta aðgengi á svæðinu, í samráði við sveitarfélagið. Frágangur framkvæmdasvæða verði þannig að landslag og upplifun verði sem náttúrulegust.
Leitast verður við að lágmarka hávaða frá borun og blásandi borholum eins og kostur er. Þrátt fyrir það má gera ráð fyrir að áhrif á hljóðvist verði neikvæð til skamms tíma á borunar- og prófunartíma.
Fyrirhugaðar háværar framkvæmdir, svo sem boranir og afkastamælingar borhola, verða kynntar fyrir íbúum á nærliggjandi svæðum áður en framkvæmdir hefjast.
Hengilssvæðið er náttúrulega virkt jarðskjálftasvæði. Vinnsla jarðhita getur aukið smáskjálftavirkni og hefur sú verið raunin í Hverahlíð. Þessi skjálftar eru óverulegir í samanburði við náttúrulega virkni á svæðinu og hafa til þessa ekki fundist í byggð. Mjög sjaldgæft er að borun vinnslu- og rannsóknarhola valdi jarðskjálftum. Fylgst verður náið með skjálftavirkni á svæðinu og áfram verður unnið að rannsóknum á aukinni skjálftavirkni í tengslum við nýtingu jarðhita.
Nýjar vinnsluholur verða tengdar við Hellisheiðarvirkjun til að viðhalda vinnslugetu hennar. Nauðsynlegt er að rannsaka svæðin með rannsóknarborunum til að geta ákveðið hvort boraðar verði fleiri vinnsluholur á svæðinu.