25. jún 2025
OrkuveitanOrkuveitan vinnur nú að undirbúningi rannsókna við Dyraveg í Ölfusi með það að markmiði að meta möguleika á nýtingu vindorku á svæðinu. Rannsóknirnar eru hluti af langtímaverkefni sem felur í sér ítarlegt mat á aðstæðum og áhrifum. Áætlað er að rannsóknir standi yfir í allt að tvö ár.
Í þeim felast meðal annars mælingar á vindafari, hljóðvist og sjónrænum áhrifum, sem og athuganir á náttúruvá og áhrifum á nærumhverfi og lífríki. Þá standa yfir sérstakar rannsóknir á fuglalífi á svæðinu í samstarfi við sérfræðinga á því sviði.
Orkuveitan vill árétta að engin ákvörðun hefur verið tekin um uppbyggingu í tengslum við nýtingu vindorku á svæðinu. Ef niðurstöður rannsókna benda til þess að möguleg uppbygging komi til álita þarf hún að fara í gegnum vandað umhverfismat og fá samþykki viðeigandi stjórnvalda og sveitarfélaga. Stærð og hönnun hugsanlegra vindmylla liggur ekki fyrir og mun ráðast af niðurstöðum rannsókna og mati á aðstæðum.
Orkuveitan hefur það hlutverk að tryggja örugga og sjálfbæra orkuöflun og skoðar af ábyrgð möguleika á nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Undirbúningsvinna sem þessi er nauðsynleg til að ákvarðanir séu teknar á grundvelli traustra gagna og með hagsmuni samfélags og náttúru að leiðarljósi.
Nánari upplýsingar má finna hér.