10. nóv 2025
Orkuveitan
Undanfarna mánuði hefur mikil umræða skapast um orkuskiptin og hvers vegna við höfum ekki klárað þau. Í því tilefni býður Orka náttúrunnar til ráðstefnu í Hörpu þriðjudaginn 11. nóvember undir yfirskriftinni „Ertu ON í umbreytingu? – Klárum orkuskiptin á Íslandi!“
Markmiðið með ráðstefnunni er að kveikja samtöl og skapa vettvang fyrir opna umræðu um næstu skref, áskoranir og tækifærin sem felast í orkuskiptunum og virkja krafta þeirra sem geta haft áhrif á næstu skref orkuskiptanna. Sérstök áhersla verður á rafbílavæðingu ferðaþjónustunnar og áskoranirnar sem fylgja henni, en jafnframt hvaða hlutverk hver og einn hagaðili gegnir í þróun rafbílavæðingarinnar.
Hér má finna dagskrá ráðstefnunnar og skráningarhlekk.