26. jún 2025
OrkuveitanOrkuveitan, Orka náttúrunnar og Carbfix tóku í dag á móti borgarstjóra Þórshafnar og borgarfulltrúum Nuuk og Reykjavíkur sem voru í heimsókn á landinu vegna VestNor. VestNor er samstarf höfuðborga Íslands, Færeyja og Grænlands og dvelur hópurinn nú á Íslandi vegna stjórnarfundar samstarfsins, sem að þessu sinni er haldinn í Reykjavík.
Í tengslum við dvöl hópsins á landinu heimsóttu fulltrúar VestNor Hellisheiðarvirkjun þar sem Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar, Ingunn Gunnarsdóttir, leiðtogi nýsköpunar hjá Orku náttúrunnar, og Bergur Sigfússon, tækniþróunarstjóri Carbfix, gáfu gestunum innsýn í starfsemi fyrirtækjanna. Sérstök áhersla var lögð á umhverfisvæna orkuvinnslu, kolefnisföngun og nýsköpun í þágu sjálfbærrar þróunar.
Með heimsókninni var lögð áhersla á að kynna íslenskar lausnir sem geta nýst í alþjóðlegu samhengi og byggja á samstarfi vísinda og nýsköpunar.
Við þökkum gestunum kærlega fyrir heimsóknina, sem skapaði vettvang fyrir lifandi umræðu um orkuskipti og loftslagsmál milli norrænna nágranna sem deila svipuðum áskorunum og tækifærum.