Djúpborun opnar ný tækifæri í orkunýtingu: Viðtal

17. júl 2025

Orkuveitan

Djúpborun eftir jarðhita hefur verið í stöðugri þróun á Íslandi síðustu ár og felur í sér að bora dýpra niður í jarðlögin en hefðbundin jarðhitaborun gerir ráð fyrir. Með djúpborun má finna töluvert heitara vatn og þar með nýta betur þau jarðhitasvæði sem þegar eru til staðar, en þessi tækni stendur þó frammi fyrir ýmsum tæknilegum áskorunum.

Sigurður H. Markússon, leiðtogi djúpnýtingar hjá Orkuveitunni, ræddi þessi metnaðarfullu verkefni og möguleikana sem þau fela í sér í nýjum hlaðvarpsþætti Samorku. Hann bendir á að árangur í djúpborun geti haft afgerandi áhrif á nýtingu jarðvarma bæði innanlands og á alþjóðlegum vettvangi.

Þátturinn er nú aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum, bæði í hljóði og mynd. Við þökkum Hlaðvarpi Samorku, Lífæðum Landsins, kærlega fyrir samtalið og vekjum athygli á fjölbreyttum og fróðlegum umræðum þar um orku- og veitumál.

Hlaðvarp Spotify