Vísinda- og frumkvöðlasjóður Orkuveitunnar styrkti 33 verkefni árið 2025, 13 námsstyrkir og 20 verkefnastyrkir. Heildarupphæð styrkjanna nam 106,8 m.kr.

Vindorka fyrir Dælustöðvar

IceWind ehf. – 4.600.000 kr.

IceWind hefur verið að þróa litlar lóðréttsás vindtúrbínur fyrir öfgafullt veðurfar á norðurslóðum. Á þessu ári mun fyrsta túrbínan af framleiðslulínunni líta dagsins ljós og munu þær fara í prufufasa víðsvegar á Íslandi og erlendis í mismunandi verkefni. Verkefnið sem hér um ræðir snýst um að kanna hagkvæmnina í því að setja upp vindtúrbínu og sólarpanel við dælustöð hjá Veitum til að vera hluti af varaaflkerfi dælustöðvarinnar. Orkan sem túrbínan og sólarpanellin framleiða verður einnig notuð til þess að knýja dælustöðina að hluta til í daglegum rekstri og lækka þar með rekstrarkostnað stöðvarinnar. Með uppsetningunni er verið að auka afhendingaröryggi í hitaveitukerfum og lækka rekstrarkostnað þeirra.

Utanáliggjandi rennslismælingar með hlutanetstengingu

Sonomicrolabs ehf. – 5.000.000 kr.

Ferskvatn er notað í miklu magni í mörgum iðnaðarferlum á heimsvísu, svo sem í orkuframleiðslu, matvæla- og drykkjariðnað, dreifiveitum, og olíu- og gasvinnslu.

Tæknilausn Sonomicro veitir sjálfvirka og stafræna gagnasöfnun sem gerir notendum kleift að sjálfvirknivæða ferla, taka upplýstar ákvarðanir og ná markmiðum um sjálfbærni og skilvirkni í nýtingu vatnsauðlinda. Lausnin byggir á "transit-time" hljóðbylgjumælingu sem skynjar flæði í gegnum lagnir og nýtir NB-IoT tækni fyrir þráðlaus samskipti við ský Sonomicro eða viðskiptavina.

The impact of Nesjavellir wastewater disposal on Arctic charr behaviour in Þingvallavatn

Lieke Ponsioen – 3.000.000 kr.

Freshwater ecosystems have long been subject to significant anthropogenic pressures, with various human activities introducing harmful stressors, such as toxic chemicals and industrial waste heat which poses substantial risks to aquatic life. At the southern end of Þingvallavatn, the Nesjavellir Power Plant contributes to this challenge by disposing of its cooling water which eventually makes its way into the lake, where it can have potential consequences for the lake’s ecosystem. Higher water temperatures are particularly harmful to resident fish species such as the Arctic charr, which has a narrow thermal tolerance and is highly sensitive to temperature fluctuations. This study seeks to investigate whether such temperature fluctuations may affect the behaviour of Arctic charr in Þingvallavatn.

GHG budget of drained croplands in West Iceland (GROWICE) (isl. Jöfnuður gróðurhúsalofttegunda á framræstu ræktalandi á Vesturlandi)

Landbúnaðarháskóli Íslands – 5.000.000 kr.

About 2/3 of the total human-induced emissions of greenhouse gases (GHG) in Iceland are estimated to come from drained peatlands, both pastures and croplands. However, those numbers are highly uncertain due to a lack of local studies on the GHG balance of such lands in Iceland. Only two studies have been done so far on the C-balance of drained croplands, one in E-Iceland and another in N-Iceland. Here we propose to add the third study on the C-balance in such lands, and the first that measures the fluxes of all the GHGs (CO2, CH4, N2O) in croplands. This is an independent project but will be done in collaboration with an ongoing RANNÍS project ReWet (2024 – 2026) at the Lækur farm, where GHG balances are studied in an adjacent drained peatland pasture in W-Iceland. An additional research site is at the Hvanneyri farm and the third at the farm Syðstu-Garðar.

Contrasting cooling dynamics in two Icelandic low-temperature geothermal systems: Laugarnes and Elliðaárdalur

Samuel Warren Scott – 2.500.000 kr.

Cold groundwater recharge decreases production temperatures in low-temperature geothermal systems, and is one of the main factors controlling the long-term suitability of low-temperature geothermal resources for district heat utilization. Cold water recharge can also introduce oxygen bearing water into the systems, which is undesired. The two low-temperature systems in the Reykjavik area, Laugarnes and Elliðaárdalur, show contrasting cooling patterns that remain to be fully understood. While cooling in Laugarnes has been very gradual, more rapid cooling in Elliðaárdalur has coincided with chemical changes that have led to corrosion and utilization challenges. Building on previous work exploring groundwater flow patterns in these systems, we will analyze new and existing field measurements (geochemical, physical and hydrological) to better understand the cooling behavior of these systems. Results from this project will enable better predictions of the long-term temperature evolution of these fields in response to extended production and will help provide actionable insights leading to more effective field management. This project will contribute to more effective long-term management of low-temperature geothermal resources in Iceland.

Numerical Modelling of a Supersonic Ejector for Geothermal Applications

Christine Groves – 1.000.000 kr.

Geothermal wells can decline over time, which decreases their power production and eventually makes them unusable for power generation due to pressure drop below the power plant’s operating pressure. This challenge can be mitigated with an ejector, where fluid from a low-pressure well can be drawn up with a high-pressure well. This solution has been tested by the project Geoejector project, led by Reykjavik University, both on a laboratory scale and field scale at Þeistareykir. While these tests have validated the concept, more research needs to be done to understand the ejector’s behavior thoroughly before it is used in full-scale applications in other geothermal areas.

The next phase of the Geoejector project involves testing supersonic ejectors using two-phase flow (water and steam) in the energy laboratory of Reykjavik University and designing and testing a supersonic ejector for a pilot station at Hellisheiði power plant for two-phase flow, as well as continuing testing at Þeistareykir. The laboratory experiments and field test results will be used to validate analytical and Computational Fluid Dynamics (CFD) models.

The results from the project might enable geothermal plant operators to use wells otherwise deemed idle, thereby reducing the cost of drilling make-up wells.

Notkun jarðsjár (GPR) til kortlagningar á vatnsveitandi jarðhitasprungum

Íslenskar orkurannsóknir ÍSOR – 5.000.000 kr.

Verkefnið felur í sér þróun mælinga með jarðsjá eða GPR (Ground Penetrating Radar) til jarðhitaleitar. Í verkefninu verður unnið að mælingum og þróun á aðferðafræði ásamt úrvinnslu og túlkun gagna. Kortlögð verða jarðlög og sprungur á mögulegum veitusvæðum Veitna/Orkuveitunnar, sem staðsett eru á berggrunni sem er hulinn gróðri og er utan gosbelta og nútímaeldvirkni.

Fault rupture hazard assessment using fault trenching for Reykjavik Energy's existing and planned critical pipeline infrastructure

Gregory P. De Pascale – 5.000.000 kr.

This project proposes to undertake the first fault trenching study in Southwest Iceland. This will focus on faults identified during 2024 investigations that potentially pose fault rupture hazards (like in Grindavík) to the Reykjavík Energy hot and cold water pipelines. The goal of this proposal will be to screen major fault crossing for existing and planned new pipeline routes. We will determine trenching sites along key fault crossings to evaluate the presence or absence of faulting in the subsurface, and then conduct a paleoseismic trenching investigation, all in close consultation with the Reykjavík Energy teams regarding their priorities. The goal of this investigation is to dig trenches crossing suspected faultlines to verify the presence of a fault and then to obtain structural parameters to aid in pipeline design, for example amount of slip (in meters), orientation, style of faulting, and timing of prior events. Samples will be collected for geological timing and include radiocarbon and luminescence dating, and potentially tephrachronology (i.e. analysis of ash layers using known eruptions from Icelandic volcanoes for age control). Results will help make Reykjavík Energy‘s pipeline routes more resilient during future unrest.

Wetlands in Europe: A review and comparative analysis of spatial and nutrient cycling data

Petra Toneva – 1.000.000 kr.

Wetlands are a critical aid in mitigating the risks caused by the triple planetary crisis of biodiversity loss, climate change and pollution. The thesis project will contribute to (1) the standardization of wetland geospatial analysis through a comprehensive review of existing datasets and models and (2) the integration of wetlands as a component in a major environmental accounting framework, the Ecological Footprint. Given the range of ecosystem services provided by wetlands, the current deteriorated status of these ecosystems reduces the global capacity to meet climate goals and exacerbates issues pertaining to species extinction, carbon balance, water quality and supply, flood regimes, groundwater recharge and nutrient removal (Fluet-Chouinard et al., 2023). Therefore, the thesis project directly contributes to elucidating and conveying the role wetlands play in global environmental processes, which develops the knowledge base to facilitates action towards the restoration and protection of wetland ecosystems.

True Fungi System: Byltingarkennt kolefnisneikvætt svepparæktunarkerfi

Svepparíkið ehf. – 5.000.000 kr.

True Fungi System (TFS) er byltingarkennt kolefnisneikvætt svepparæktunarkerfi sem byggir á sjálfbærni og hringrásarhugsun. Kerfið umbreytir lífrænum úrgangi, eins og kaffibaunahismi, sagi og brugghrati, í vaxtarvaka fyrir ræktun sælkerasveppa og framleiðslu lífetanóls, sem gerir framleiðsluna „zero waste“. Með TFS er markmiðið að hámarka nýtingu auðlinda, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og bæta matvælaframleiðslu.

Kerfið er byggt á sjö þrepa ræktunarferli og innifelur sjálfvirkar umhverfisstýringar, gervigreindarhugbúnað og sérhannaðan vélbúnað. Afurðir kerfisins eru hágæða sælkerasveppir og lífetanól, sem nýtist sem hreint lífeldsneyti. Verkefnið stuðlar að minni sóun, sjálfbærni og auknu fæðuöryggi á Íslandi.

Framkvæmd verkefnisins er þegar hafin í Borgarhellu með tilraunaræktun sem hefur skilað framúrskarandi árangri. Stefnt er að fullri innleiðingu TFS í Helguvík árið 2027, með árlegri nýtingu 1.200 tonna lífræns úrgangs og minnkun um 1.200 tonn CO₂.

Integrated geophysical and geochemical techniques to monitor H2S mineral storage at the Nesjavellir geothermal site, Iceland

Daniel Anthony Ciraula – 1.500.000 kr.

Geothermal energy production in Iceland emits significant amounts of hydrogen sulfide (H2S) gas, which can be captured and reinjected into the subsurface to help meet air quality standards. Laboratory and geochemical models find that upon reinjection into the basaltic subsurface, the H2S-rich geothermal water mineralizes pyrite. While these studies suggest effective H2S mineralization, further research is necessary to better constrain the field-scale processes controlling mineralization and to identify potential adverse environmental impacts associated with long-term H2S reinjection. Existing monitoring approaches, including borehole fluid sampling and wireline logging, are invasive and provide limited spatial resolution. Moreover, fluid sampling only offers an indirect measure of H2S mineralization. This interdisciplinary study aims to explore the novel application of the ground-based, time-lapse induced polarization (IP) geophysical method alongside reactive transport modeling to improve the monitoring and understanding of the H2S mineralization in the Nesjavellir storage reservoir. The IP method is sensitive to the volumetric content of pyrite, providing direct information on H2S mineralization over large spatial extents. Reactive transport models can validate the resolution and interpretations of the IP measurements. Thus, integrating ground-based IP surveying with reactive transport modeling demonstrates potential as a comprehensive, non-invasive approach to enhance the monitoring of H2S mineral storage.

Kortlagning og mat á mögulegum ávinningi af orkuöflun á húsþökum í eigu Reykjavíkurborgar

Birtuorka ehf. – 5.000.000 kr.

Markmið verkefnis er að gefa heilstætt mat á möguleikum varðandi orkuöflun með sólarsellum á mannvirkjum í eigu Reykjavíkurborgar. Þar er kortlagt hvaða eiginleikar bygginga styðji við bestu nýtni sólarsella, m.a. staða þaks gagnvart sólu, vindálag á þaki, burðarþol þaks og hvort aðstæður uppfylli kröfur brunahönnunar. Með því að rannsaka ítarlega úrtak fasteigna í eigu borgarinnar er hægt að áætla hagkvæmni við uppsetningu sólarsella og taka ákvörðun um hvort fýsilegt sé að fara í uppsetningu sólarorkukerfa með því að finna út áætlaðan kostnað á kWh framleiddri með sólarsellum.

Sólarorka hefur hingað til ekki verið nýtt að neinu marki hér á landi. Því má segja að nýnæmi sé mikið fyrir okkur hér á Íslandi þó sambærilegar lausnir séu vel þekktar erlendis, þar sem tæknilegar framfarir hafa verið miklar og hagkvæmni aukist á síðustu árum. Verkefnið styður við aukna orkuöflun en einnig virðisaukandi lausnir núverandi fasteignir.

Smáskala hreinsun lífmetans

Sigurbjörn Már Aðalsteinsson – 2.020.000

Markmið verkefnisins er að kanna fýsileika nýrrar aðferðar við hreinsun lífmetans sem hentar smáskala lífgasverum. Samhliða banni við urðun lífræns úrgangs árið 2021, sem hluti af skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum, jókst áhugi á lífmetanframleiðslu, sbr. gas- og jarðgerðarstöð SORPU og áform um lífgasver á Dysnesi. Bannið hefur þó skapað áskoranir fyrir fámenn og dreifbýl sveitarfélög þar sem flutningur lífræns úrgangs er kostnaðarsamur og miðlægar lausnir ekki fýsilegar. Umsækjandi hefur áður greint möguleika staðbundinnar smáskala lífmetanframleiðslu á landsbyggðinni og hannað loftfirrt gerjunarkerfi fyrir lífgasver í smáum skala, sem umbreytir lífrænum úrgangi í lífgas. Niðurstöður benda til þess að staðbundin framleiðsla sé raunhæf, en helsta áskorunin er skortur á hagkvæmum hreinsunarkerfum til að vinna lífmetan úr lífgasinu. Vothreinsun er algengasta aðferðin við hreinsun lífmetans, en hún er einungis talin hagkvæm fyrir stærri lífgasver vegna mikillar stærðarhagkvæmni. Umsækjandi hefur þróað hugmynd að nýrri útfærslu á vothreinsibúnaði sem nýtir vatnsþrýsting í stað gasþjöppu, sem er mjög kostnaðarsöm, til að ná sömu áhrifum. Þessi nálgun gerir okkur einnig kleift að sleppa 10–12 m háum þvottaturni og draga úr stærð búnaðarins. Verkefnið miðar að því að greina fræðilegan og tæknilegan fýsileika aðferðarinnar, hanna frumgerð og leggja grunn að smíði hennar.

The mobility of trace metals upon CCS. An experimental study of CO2 injection at ambient temperature using freshwater and seawater.

Daniel Andres Duque – 500.000 kr.

Among carbon capture storage (CCS) techniques, the Carbfix methodology has proven effective, safe, and cost-competitive by dissolving CO2 in water to form carbonated water, which is then injected into basaltic formations to initiate mineralization and permanent storage. Although this methodology has proven to be effective there are some key aspects in the process that have not been extensively studied such as the potential mobility of trace metals during the dissolution of basaltic rocks, particularly when seawater is used as the dissolution medium. This study aims to investigate the behaviour of trace metals during basalt dissolution in fresh and seawater environments, addressing a critical knowledge gap in CCS risk assessment.

Using different analytical techniques, including Petrography, Scanning Electron Microscopy (SEM), Brunauer-Emmett-Teller (BET) and Inductively Coupled Plasma (ICP) analysis, this research examines metal mobilization and mineralization processes in experimental conditions. The findings will provide valuable insights into the environmental safety of CCS operations and the feasibility of using seawater as a sustainable alternative to freshwater for CO2 dissolution.

JustWind

Háskóli Íslands – 5.000.000 kr.

The green transition causes major changes in how land is used, often leading to conflicts driven by social and environmental concerns. This stresses the need for land use policies based on just and holistic approaches. This project explores how land use changes driven by the green energy transition can be made more equitable, with a focus on wind energy development in Iceland. As large-scale wind farming initiatives expand, the project addresses challenges related to social and environmental conflicts by developing tools and frameworks that promote fair decision-making. Guided by principles of distributive, procedural, and recognition justice, the project aims to balance competing values and ensure that all stakeholders’ voices are heard. The project is organized into three main components: developing a justice framework for wind energy use, analysing planning processes to identify gaps and conflicts, and refining conflict resolution tools through stakeholder engagement. It employs qualitative and participatory methods such as workshops, interviews, and literature reviews, integrating insights from Iceland and broader Nordic contexts. The project’s findings will support fairer energy planning, improve public trust, and provide actionable policy recommendations, helping to shape an equitable and sustainable energy future in Iceland and beyond.

Peer-to-Peer Energy Management System

Najmeh – 1.000.000 kr.

This project develops a prototype model for real-time Peer-to-Peer energy management in apartment buildings in Iceland. It integrates solar panels, battery storage, grid connections, and energy exchanges among neighbors. Deep learning models are used to forecast solar energy production and demand, enabling efficient energy management. A convex optimization framework is employed to prioritize solar energy usage, optimize battery utilization, and facilitate real-time energy trading. The model’s simulation aims to minimize energy costs, enhance social welfare, and promote a sustainable energy ecosystem.

Experimental validation of a supersonic ejector for connecting high and low-pressure geothermal wells

Ximena Guardia Muguruza – 3.000.000 kr.

Geothermal wells can decline over time, which decreases their power production and eventually makes them unusable for power generation due to pressure drop below the power plant’s operating pressure. This challenge can be mitigated with an ejector, where fluid from a low-pressure well can be drawn up with a high-pressure well. This solution has been tested by the project Geoejector project, led by Reykjavik University, both on a laboratory scale and field scale at Þeistareykir. While these tests have validated the concept, more research needs to be done to understand the ejector’s behavior thoroughly before it is used in full-scale applications in other geothermal areas. The next phase of the Geoejector project involves testing supersonic ejectors using two-phase flow (water and steam) in the energy laboratory of Reykjavik University and designing and testing a supersonic ejector for a pilot station at Hellisheiði power plant for two-phase flow as well as continuing testing at Þeistareykir. The laboratory experiments and field test results will be used to validate analytical and Computational Fluid Dynamics (CFD) models. The results from the project might enable geothermal plant operators to use otherwise deemed idle wells, thereby reducing the cost of drilling make-up wells.

Rannsóknastofa í Jarðhita – Raunmælingar á afköstum jarðhitavökva

Háskólinn í Reykjavík – 5.000.000 kr.

Verkefnið snýr að mælingum á gufu- og vatnsstreymi þar sem afköst (massastreymi og vermi) jarðhitavökva verður mælt í rauntíma, auk þess sem hægt verður að nýta þær aðferðir í annað verkefni sem snýr að nýtingu misþrýstra borholna (verkefnið Geoejector). Geoejector verkefnið hefur verið í gangi síðastliðin 3 ár og sýnt fram á möguleika á að tengja lágþrýstar borholur inn á veitu með hærri þrýsting sem getur haft í för með sér aukna hagkvæmni í orkuvinnslu. Í þessu verkefni erum við að rannsaka aðferð til að mæla afköst jarðhitavökva í rauntíma. Í þeirri rannsókn eru settar upp mælingar sem líkja eftir borholustreymi og m.a. gervigreindaraðferðir notaðar til að vinna úr niðurstöðunum. Markmiðið er að yfirfæra þessa aðferð yfir á borholumælingar í rekstri. Slík aðferð myndi hafa í för með sér aukna skilvirkni, bæði í öðrum rannsóknarverkefnum sem og almennt í rekstri jarðhitavirkjana.

Leið Íslands að þekkingarstýrðu hagkerfi innan jarðhita geirans: Áhrif á norðurslóðir og á heimsvísu (e. The Icelandic path of knowledge based economy within the geothermal sector: Arctic and global implications

Erlingur Guðleifsson – 3.000.000 kr.

Verkefnið snýst um að auka skilning á virði orkutendar þekkingar sem myndast hefur í einangruðu samfélagi þ.e. í gegnum uppbyggingu og nýtingu á jarðhita á Íslandi. Rannsóknin mun leitast við að greina og skilja skilja hlutverk ISOR (þá hluti af Orkustofnun) í nýsköpun, þar sem nýting jarðhitaorku á Íslandi sem lykil orkuauðlind Íslands hefur stuðlað að aukinni hagsæld. Einnig verður verður leitast við að greina virði og afrakstur á rekstri Jarðhitaskóla Sameinuðu Þjóðanna (nú GTP) í þekkingarmiðlum á sviði jarðhita í þróunarlöndunum og virði nýsköpunar og útflutnings á jarðhita þekkingu frá Íslandi. Verkefnið mun leiða af sér aukinn skilning á því hvernig einangrað samfélag hefur byggt upp sértæka þekkingu á sviði orkuauðlinda og hvernig sú þekking gæti nýst öðrum samfélögum þar sem sértæk þekking á sviði orkuöflunar hefur byggst upp.

Energy sufficient Lifestyles in Iceland

Anna Kristín Einarsdóttir – 3.000.000 kr.

This is the 3rd and final year application of a three-year PhD project, for which OR provided a grant for 5 million for the two years (2022-2024). This three-year project investigates the concept of an energy sufficient lifestyle, where essential energy use related to well-being is emphasized and excessive energy consumption is minimized. The project's first year yielded a published systematic literature review concerning energy footprinting and well-being. The project’s second year led to another published work calculating Icelandic energy footprints. Towards the end of the second year, these footprints were connected to self-reported well-being to understand what energy sufficient lifestyles could look like in Iceland. A research paper with the results of this work is ~75% completed and likely to be published in the first quarter of 2025. In the final year of this work, our goal is now to work with stakeholders to understand potential energy policies could aid in improving energy sufficient lifestyles in Iceland. The project aligns with OR’s prioritized Sustainable Development Goals (SDGs), notably SDG 12 (sustainable consumption and production), SDG 7 (access to clean energy), and SDG 13 (climate action), where more energy sufficient lifestyles could help reduce energy capacity needs.

Net Metering and Utility Viability in the Arctic: Insights from Alaska's Railbelt

Maren Peterson – 800.000 kr.

As the world transitions to renewable energy generation, the rise of energy-independent end users presents a growing challenge. While systems like net metering offer benefits such as grid independence and renewable generation, they also carry certain drawbacks. As more individuals rely on their own energy generation, it raises important questions about how this trend will affect the operation and stability of utility companies.

This project explores these challenges within the unique context of subarctic grids, specifically Alaska's Railbelt region and Iceland. Both regions share distinct similarities within their energy landscapes, including isolated grids and the need for resilience in response to their harsh climates. The parallels between the two regions set up a promising framework for analyzing the impact of energy-independent users and net metering policies.

The key questions focus on which policies are needed to ensure energy security under a high prevalence of energy-independent users, and how utilities operate effectively under these conditions. It also aims to identify the utilities’ economic tipping points for net metering adoption in subarctic regions. This research will provide insights into the protective measures that can be implemented through effective policymaking to support both utilities and users.

Elliðaárstöð verður hugmyndastöð 2.0

Hugmyndasmiðir (RATA ehf.) – 1.700.000 kr.

Hugmyndasmiðir er fræðsluverkefni og stökkpallur fyrir frumkvöðla framtíðar. Markmiðið er að gefa börnum kunnáttu, verkfæri og trú á eigin getu til að breyta heiminum í gegnum nýsköpun. Hugmyndasmiðir og Elliðaárstöð hafa síðasta ár unnið saman að tilraunaverkefninu “Elliðaárstöð verður hugmyndastöð” sem snýst um að fræða börn og ungmenni um nýsköpun og efla skapandi hugsun og frumkvöðlafærni. Samstarfið skapar vettvang og viðburði fyrir börn til að þjálfa færni sína í að leysa flókin vandamál framtíðarinnar, með áherslu á umhverfisvitund og nýsköpun.

Verkefnið sem sótt er um í VOR “Elliðaárstöð verður hugmyndastöð 2.0” felur í sér að þróa áfram samstarf Hugmyndasmiða og Elliðaárstöðvar með því markmiði að auka enn frekar aðgengi barna og ungmenna að fræðslu og vettvangi til nýsköpunar í Elliðaárdal. Þar á meðal má nefna að frekari útfærslu og markaðssetningu Verkstæðis hugmyndasmiða, nýsköpunarnámskeið, sumarnámskeiðið Meistarabúðir, sem og þróun hugmynda að nýsköpunarfræðslu og verkfærum.

Kolefnisbinding blágrænna ofanvatnslausna í Reykjavík

Hrund Andradóttir – 4.800.000 kr.

Blágrænar ofanvatnslausnir (BGO) eru gróðurlautir, rásir og græn þök sem taka við afrennsli af þökum og götum í rigningu. BGO eru bæði mótvægis- og aðlögunaraðgerðir gegn loftslagsbreytingum þar sem þær minnka flóðahættu, binda kolefni og mengunarvalda í jarðvegi og plöntum, auk þess að auka fegurðar- og vistfræðileg gildi borgarumhverfisins. Rannsóknir á BGO hafa aðallega beinst að vatnafræði, en lítil áhersla hefur verið á að mæla kolefnisbindingu BGO með kerfisbundnum hætti. Borgir eru stór uppspretta kolefnisútblásturs og því mikilvægt að beita mótvægisaðgerðum þar sem mengunin verður til. Markmið verkefnisins er að meta langtíma kolefnisbindingu blágrænna ofanvatnslausna í Reykjavík og næmni bindingar fyrir jarðvegs- og plöntuvali. Kolefnisflutningar verða mældir á vikufresti í nýbyggðum regnbeðum, ásamt eldra gróðurþaki og venjulegri grasflöt innan 10 metra við kennsluhúsnæði Háskóla Íslands. Kannað verður hvort marktækur munur er á svæðum með mismunandi plöntum og jarðvegi. Þá verða vensl kolefnisbindingar við veðurfar og jarðvegsaðstæður kannaðar. Niðurstöður verða túlkaðar í alþjóðlegu samhengi og bornar saman við mælingar í dreifbýlum á Íslandi. Niðurstöður veita vísbendingar um tækifæri kolefnisbindingar í byggðu umhverfi á Íslandi, og innsýn í æskilega hönnun BGO til að hámarka samfélagslegan ávinning.

Hringvarmi: Developing a sustainable supply chain for the Icelandic circular economy

Hringvarmi ehf. – 5.000.000 kr.

Hringvarmi is an Icelandic agri-tech startup developing a novel innovation to transform data into dinner. Data centres, a rapidly growing sector, have substantial energy needs, producing waste heat that is released into the environment. Hringvarmi addresses this issue by capturing this waste heat and channelling it into plug-and-play vertical farming modules, creating controlled environments between 15-30°C. Iceland currently imports 80% of its fresh fruits and vegetables due to a lack of controlled warm spaces for food production, driving-up the country’s carbon footprint. The project went from theory to initial prototype development in 2023-2024, and has now received funding to take the prototype to a Minimum Viable Product (MVP) between 2025-2027 in collaboration with atNorth ehf. And Rækta Microfarms ehf. In order to ensure the true sustainability of Hringvarmi´s solution, it is essential to secure a resource and energy efficient supply chain for materials and transport, minimising the carbon footprint of Hringvarmi’s module construction. The aim is to implement a circular system through the articulation and optimisation of material flow and supply chains, maximising the economic and environmental sustainability of Hringvarmi for the Icelandic circular economy.

Varnarfóðring fyrir Háhita- og Djúpborunarholur

Gerosion – 5.000.000 kr.

In recent years, there has been increased interest in geothermal energy as a greener alternative to fossil fuel-based energy. The extraction of geothermal energy requires the drilling of wells through which geothermal steam is retrieved to produce electricity and hot water for district heating. But geothermal steam contains corrosive species such as H2S, CO2, and Cl- ions. Materials in high temperature geothermal wells that are subjected to the steam can experience corrosion resulting in high costs associated with maintenance, materials and loss in production. This problem becomes more severe when deeper and hotter wells are considered, such as the IDDP3 and the KMT projects. Current solutions in the market are not equipped to withstand the harsh geothermal environment, due to the high temperature and the corrosiveness of the geothermal steam. The goal of the project is to develop a protective casing (ProCase) that protects steel casings in geothermal wells against corrosion and thermal expansion effects, so the structural integrity of the wells is not diminished. With ProCase the lifespan of wells can be increased, saving Icelandic and international power companies an extensive amount of repair cost and the cost of drilling new wells.

Viðvörunarkerfi fyrir fíkniefnatengdar hættur á Íslandi: Greining fjölþættra sýna með LC-MS aðferðum.

Adam Erik Bauer – 3.000.000 kr.

Verkefnið miðar að því að þróa og sannreyna áreiðanlega greiningaraðferð fyrir fíkniefni, ávanabindandi lyf og nýmynduð fíkniefni í fráveituvatni, lífsýnum og efnissýnum. Ópíóíðafíkn hefur aukist á Íslandi undanfarin ár, sé horft til innlagna í fíknimeðferð og fjölgunar lyfjaeitrana þar sem ópíóíðar koma við sögu. Einnig hafa nýmynduð fíkniefni (e. new psychoactive substances, oft skammstafað NPS) komist í dreifingu á Íslandi, en þau eru efni sem eru sérstaklega þróuð til að líkja eftir áhrifum hefðbundinna fíkniefna, svo sem amfetamíns, kannabis, kókaíns, LSD og róandi og verkastillandi lyfja, en eru efnafræðilega frábrugðin þeim. Markmið með þróun slíkra efna er oft að komast fram hjá lögum, þar sem þessi efni eru ekki þegar skilgreind sem ólögleg í löggjöf margra landa.

Notast verður við massagreina tengda vökvaskiljum við efnagreiningar á sýnunum. Aðferðin gerir rannsakendum kleift að skima blint fyrir yfir 2000 fíkniefnum, en fyrri tækni takmarkaðist við skimun á fyrirfram skilgreindum efnum. Aðalmarkmiðið er að innleiða skimunaraðferð sem gerir kleift að fylgjast hratt og nákvæmlega með þróun fíkniefnaneyslu og meta útbreiðslu þeirra í íslensku samfélagi. Sérstök áhersla er lögð á að greina þróun í neyslumynstri ópíóíða og nýmyndaðra fíkniefna. Verkefnið tengist vöktunarhóp Heilbrigðisráðuneytisins um samræmingu gagna og snemmbúnar viðvaranir við fíkniefnafaraldri.

A field, petrological and geochemical study of mineralization in lava flows at Straumsvik, Iceland

Daníel Pétursson – 460.000 kr.

Verkefnið er unnið í samstarfi við Carbfix á vegum Stokkhólmsháskóla. Carbfix vinnur nú að verkefninu Coda Terminal í Straumsvík, þar sem áætlað er að binda CO₂ varanlega í bergi. Rannsóknarborholur hafa verið gerðar og mikið unnið með efnafræði vatnsins og líkanagerð á efnahvörfum. Hins vegar hafa rannsóknir á sjálfu berginu verið takmarkaðar. Markmið verkefnisins er að meta eiginleika berggrunnsins til kolefnisbindingar með berg- og jarðefnafræðilegum aðferðum.

Markmiðum verkefnisins verður náð með greiningu á bergsýnum úr hraunlögum af svæðinu og svarfsýnum úr borholu (CSM-01) í XRF, og þunnsneiðar gerðar. Frumniðurstöður sýna að bergið er að stórum hluta óummyndað berg með hátt hlutfall af ólivín og pýroxen, blöðrótt, smákorna til glerjað og sýnir góða bindingarmöguleika. Ummyndun eykst því dýpra sem farið er í hraunlagastaflann, sem einkennist af leirsteindum og zeólítum, en takmarkörkuðu magni af karbónötum.

Rannsóknin gefur nýja sýn á steinda- og jarðefnafræði til að meta getu bergsins í Straumsvík til kolefnisbindingar. Niðurstöðurnar verða notaðar til að meta hvaða jarðlög eru best fallin til CO₂ bindingar til að hámarka bindingargetu svæðisins. Þetta er mikilvægt skref í átt að því að tryggja árangursríka kolefnisbindingu í Coda Terminal verkefninu.

JARÐLJÓS - Jarðhitaleit með ljósleiðaratækni

Háskólinn í Reykjavík – 5.000.000 kr.

JARÐLJÓS miðar að því að nota jarðskjálftabylgjur mældar á ljósleiðara til þess að meta útbreiðslu jarðhitakerfa. Aukin eftirspurn eftir jarðhita sem orkugjafa til bæði hitaveitu og rafmagnsframleiðslu kallar á nýjar aðferðir til þess að leita að „huldum jarðhitakerfum“ eða jarðhitakerfum sem ekki sýna ummerki á yfirborði. Á undanförnum árum hafa nokkur verkefni rannsakað jarðlög á Hengilssvæðinu með jarðskjálftabylgjum, svo sem DEEPEN, COSEISMIQ, Carbfix2, S4CE og SUCCEED. Niðurstöður benda til að mælingar á hlutfalli P- og S- bylgjuhraða gefi vísbendingar um útbreiðslu jarðhitakerfa. Enn vantar þó nokkuð upp á upplausn þessara mælinga til þess að þær nýtist sem best til ákvarðanatöku.

Verkefnið rannsakar hvort hægt sé að meta hlutfall P- og S- bylgjuhraða í jarðskorpunni á nákvæmari hátt með mælingum á ljósleiðara. Aðferðin nýtir ljósleiðara fjarskiptafyrirtækja sem þétta röð af jarðskjálftanemum og getur gefið miklu hærri upplausn en hefðbundnar jarðskjálftamælingar. Hinsvegar nemur ljósleiðarinn best bylgjur sem hreyfast samsíða honum og nemur því oft illa P-bylgjur. Hér verða mælingar á P- og S- bylgjum með gögnum frá Mosfellsheiði og Nesjavöllum notaðar til þess að kortleggja hlutfall P- og S-bylgjuhraða í skorpunni. Mælingarnar verða gerðar með PhaseNet DAS aðferðinni, sem nýtir sér gervigreind til þess að mæla komutíma jarðskjálftabylgna á ljósleiðara á markvissan hátt.

Efnisrannsóknir og líkanagerð jarðhitaborholufóðringa KMT í tærandi jarðhitaumhverfi

Gerosion – 5.000.000 kr.

Síðustu ár hefur verið aukinn áhugi á að bora dýpri jarðhitaborholur til að afla meiri orku sem leiðir til hærra hitastigs, þrýstings og meira tærandi umhverfis. Afleiðingarnar eru aukin tæringaráraun og álag á holutoppa, stál- og steypufóðringar sem eru burðarþolskerfi holunnar. Þetta getur orsakað skemmdir og lokun á holum. Rannsóknarvinnan skiptist annars vegar í efnisfræðilega rannsókn á stál og borholusteypublöndum og hins vegar í líkanagreiningu á álagi holutoppa og fóðringa djúpboranahola. Líkan af djúpborunarholum með FEM einingaaðferð verður hannað í forritinu ANSYS fyrir djúpborunarholur sem hafa verið boraðar á Íslandi (IDDP1 og IDDP2). Líkanið verður síðan notað til að greina spennudreifingu í djúpborholutoppum vegna hás þrýstings og hitastigs. Efnisfræðilegi hlutinn felur í sér efnisval og betrumbætur á borholusteypublöndum sem notaðar hafa verið í borholur á Íslandi, sem og þróun á tæringar- og hitaþolnum blöndum, og verður ítrunarferli notað til að besta blöndurnar. Í kjölfarið verða FEM líkanið og efnisrannsóknirnar nýttar í tæknilegri skipulagningu KMT og IDDP3 verkefnanna.

Aukið afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum með snjallnetsstýringu

Nína Lea Z. Jónsdóttir – 1.000.000 kr.

Raforkuöryggi á Vestfjörðum hefur lengi verið með því lakasta á landinu en þrátt fyrir það hefur uppbygging raforkukerfisins þar verið hæg. Verkefnið skoðar hvort hægt sé að nýta núverandi innviði á skilvirkari hátt til þess að auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Með því að hanna snjallnetsstýringu sem bregst hratt og sjálfvirkt við truflunum verður farið í ítarlega truflanagreiningu á Vestfjörðum á þeim truflunum sem valda rafmagnsleysi. Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við Landsnet sem útvegar búnað og aðstöðu fyrir verkefnið. Verkefnið mun skila tillögu að snjallnetsstýringu sem hægt væri að innleiða á Vestfjörðum. Einnig mun verkefnið kanna möguleikann á því að sameina snjallnetslausn með nýrri fjárfestingu, svo sem spólu eða SVC, með því markmiði að koma í veg fyrir ræsingu dísel varaaflsvélar í Bolungarvík. Markmiðið er að minnka þannig bæði straumleysismínútur á Vestfjörðum og mengunina sem stafar af notkun díselolíu.

Göngur og gönguhegðun lax og sjóbirtings í Elliðaánum 2011-2025

Laxfiskar – 2.250.000 kr.

Jóhannes Sturlaugsson, líffræðingur hjá rannsóknarfyrirtækinu Laxfiskum, hefur frá og með 2011 árlega séð um rannsóknarvöktun á fiskistofnum og vatnshita í vatnakerfi Elliðaánna í samvinnu við OR og SVFR. Árleg vöktun Elliðaánna hefur skilað af sér einstökum og viðamiklum upplýsingum m.a. um göngur laxa og sjóbirtinga sem safnað hefur verið árlega með gildruveiði og kvikmyndafiskteljara í Elliðaánum. Hér er sótt um styrk til að vinna gögnin frá 2011-2025 í því skyni að fá ítarlega heildarmynd af göngum laxa og sjóbirtinga í Elliðaárnar. Í því felst að greina göngur og gönguhegðun á grunni þess hvernig árlegar göngur lax og sjóbirtings eru samsettar, með hliðsjón af stærð og lífsskeiði fiskanna. Enn fremur eru tengsl göngutíma og gönguhegðunar við umhverfisþætti stikuð út með tölfræðilegum greiningum. Þessi nálgun verkefnisins gefur færi á skýra hvernig göngur lax og sjóbirtings stjórnast af bæði eiginleikum fiskanna (stærð; lífsskeið) og umhverfisþáttum (sjávarföll; vatnshiti; rennsli; veðurfarsþættir: birtustig/staða sólar). Jóhannes Sturlaugsson og Snæbjörn Pálsson prófessor í stofnlíffræði hjá Háskóla Íslands, framkvæma rannsóknina. Niðurstöður verkefnsins verða birtar í ritrýndri grein í opnu aðgengi. Auk þess verður lögð áhersla á að miðla niðurstöðunum til almennings eftir föngum. Rannsóknin er mikilvægur liður í því að tryggja sjálfbærni lax og sjóbirtings í vatnakerfi Elliðaánna til framtíðar.

Circulation and dispersion model for lake Þingvallavatn

Angel Ruiz-Angulo – 1.700.000 kr.

Þingvellir National Park is considered a natural reserve and a natural wonder of the world. It is the second largest lake in Iceland with almost 90% of the water sources being groundwater. The groundwater has two main characteristics: to the North it is rather cold, and to the southwest it is relatively warm due to the proximity to the Nesjavellir geothermal area. This particular region may add anthropogenic inputs due to the Power Plant activities. This project aims to implement a numerical model (MITgcm) to study the general circulation of the lake and the resulting transport or distribution of passive tracers that could represent potential sources of contamination within the lake. The expected outcome is summarized in maps. The resulting dispersion maps will identify regions with the highest probability of tracer accumulation, i.e, hot spots, providing valuable information to environmental management authorities and corresponding personnel.

Græn vetnis- og brennisteinsframleiðsla

GrænVetni – 5.000.000 kr.

Verkefnið felur í sér að fullþróa verksmiðjuferli sem meðhöndlar brennisteinssúlfíð og umbreytir því úr losunarefni í andrúmslofti yfir í eldsneyti á formi vetnis og brennisteins sem iðnaðarafurð/byggingarafurð. Forrannsóknarvinna til margra ára hefur sýnt fram á að framleiðsla á grænu vetni á þennan hátt sé vænleg og að brennisteinssteypa sé tilvalið byggingarefni sem getur nýst á margvíslegan hátt í byggingariðnaði. Hellugerð, garðeiningar og forsteyptar einingar fyrir byggingariðnað yrðu sérstaklega hagkvæmar m.t.t. hverfandi kolefnisútlosunar í ferlinu. Það getur einnig skipt út hefðbundnu Portlandssementi að einhverju leyti, sem hefur hátt kolefnisspor og er flutt til landsins í gríðarlegu magni árlega. Verðmætasköpun á sér stað í gegnum áframvinnslu á skaðlegu eiturgasi (H2S og SO2) yfir í umhverfisvænt vetniseldsneyti og umhverfisvæna brennisteinssteypu í staðinn fyrir að dæla því út í andrúmsloftið eða neðanjarðar. Gæti verkefnið þannig hjálpað íslenskum stjórnvöldum að standa við markmið og skuldbindingar sínar í losun gróðurhúsalofttegunda, þar sem H2S og SO2 eru veigamiklar gastegundir í losunarbókhaldi Íslands.