Orkuveitan í lykilhlutverki í grænni umbreytingu á Grundartanga

Orkuveitan og dótturfélögin Orka náttúrunnar og Carbfix verða í lykilhlutverki í þeirri miklu umbreytingu sem framundan er á Grundartanga, þar sem stefnt er að stórauknum umsvifum loftslagsvænnar atvinnustarfsemi. Verkefnið felur í sér nýja varmavirkjun, nýtingu glatvarma, föngun og bindingu kolefnis og uppbyggingu fjölbreyttrar nýsköpunarstarfsemi sem styður við græna framtíð.

Viljayfirlýsing um samstarfið var undirrituð í gær af Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Orkuveitunni, Elkem Íslandi, Þróunarfélagi Grundartanga og Orku náttúrunnar og Carbfix.

Árni Hrannar Haraldsson framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Álfheiður Ágústsdóttir framkvæmdastjóri Elkem á Íslandi, Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Orkuveitunnar, Edda Sif Aradóttir framkvæmdastýra Carbfix og Guðjón Steindórsson framkvæmdastjóri Þróunarfélags Grundartanga. © Einar Örn

Tölfræði

Lykiltölur fjármála og mannauðs hjá Orkuveitunni

Flýtileiðir

Fréttir

Fréttir og upplýsingar frá starfsemi Orkuveitunnar og dótturfélaga

Dótturfélög

Orkuveitan styður vaxandi samfélag, heimili og atvinnulíf með nýsköpun í orku, veitustarfsemi og kolefnisbindingu.