Orkuveitan og dótturfélögin Orka náttúrunnar og Carbfix verða í lykilhlutverki í þeirri miklu umbreytingu sem framundan er á Grundartanga, þar sem stefnt er að stórauknum umsvifum loftslagsvænnar atvinnustarfsemi. Verkefnið felur í sér nýja varmavirkjun, nýtingu glatvarma, föngun og bindingu kolefnis og uppbyggingu fjölbreyttrar nýsköpunarstarfsemi sem styður við græna framtíð.
Viljayfirlýsing um samstarfið var undirrituð í gær af Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Orkuveitunni, Elkem Íslandi, Þróunarfélagi Grundartanga og Orku náttúrunnar og Carbfix.
Lykiltölur fjármála og mannauðs hjá Orkuveitunni
Fréttir og upplýsingar frá starfsemi Orkuveitunnar og dótturfélaga
Orkuveitan styður vaxandi samfélag, heimili og atvinnulíf með nýsköpun í orku, veitustarfsemi og kolefnisbindingu.